<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Vefverslunartenging > Vörur > Að bæta við vörum |
Hérna eru leiðbeiningar um leiðir til að bæta við nýjum vörum sem verða tengdar á milli Reglu og vefverslunar.
Eins og er þarf að gera einhverja vinnu í báðum kerfum, hvort sem varan er upphaflega búin til í Reglu eða vefverslun.
Að bæta við vöru í Reglu
Til að tengja vöru í Reglu við vefverslun er hakað í box þeirrar vefverslunar sem varan á að tengjast.
Þegar það er gerð ný vara með þessari tengingu, þá verða til drög (draft) af vörunni í vefversluninni.
Síðan þegar varan er uppfærð í Reglu, þá uppfærast þau gildi sem eru stillt að eigi að uppfærast.
Breytilegar (variable) vörur í Reglu
Til að gera breytilega vöru, t.d. með mismunandi litum og stærðum, er farið í flipann Eiginleikar á vörunni.
Þessi vara verður að eins konar Yfirvöru, hennar hlutverk er að halda utan um vöruafbrigðin og á sjálf ekki að vera í sölu.
Flipinn Eiginleikar er sjálfgefið falinn í kerfinu. Til að birta hann er farið í Sölukerfi > Stjórnun > Stýringar > Vörur og hakað í "Sýna flipa fyrir vöruafbrigði".
Hægt er að aðskilja gildi með `|`.
Síðan er hægt að uppfæra vöruafbrigðin öll á sama stað.
Vara getur mest verið með þrjá eiginleika.
Að bæta við vöru frá vefverslun
Vörur sem eru búnar til í vefverslun flytjast ekki sjálfkrafa yfir til Reglu. Til að sækja vörur í vefverslun er farið í Sölukerfi > Stjórnun > Vefverslun og valið Frumstilling. (Sjá nánar í Frumstilling á vörum)