<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Algengar spurningar > Sölukerfi |
Fyrst þarf að sækja um aðgang að rafrænum viðskiptum hjá skeytamiðlara. það er gert undir Stjórnun > Viðhald skráa > Sækja um rafræna reikninga
Þegar aðgangsupplýsingar frá skeytamiðlara hafa borist þarf að skrá þær í upplýsingar um fyrirtækið Stjórnun - Viðhald skráa - Fyrirtækið
Síðan þarf að merkja þá viðskiptavini sem geta tekið á móti rafrænum reikningum, það er gert í grunnupplýsingum um viðskiptavininn. Hægt er að leita að þeim sem vantar rafræna merkingu hér: Sölukerfi - Skráning og viðhald - Móttakendur rafrænna reikninga.
Og láta lánadrottna vita að þú getur tekið á móti rafrænum reikningum.
Þeir eru síðan sóttir hér: Bókhald - Skráning færslna - Sækja rafræna reikninga. |
Til þess að breyta eindaga/gjalddaga á kröfu sem nú þegar hefur verið send úr Reglu þarftu að skrá þig inn í netbankann þinn og breyta eindaga/gjalddaga á kröfunni þar. |
Ef breyta á því tölvupóstfangi sem Regla sendir reikninga á fyrir áskrift, þarf að fara undir Stjórnun > Fyrirspurnir > Reikningar fyrir notkun kerfa. Efst á þeirri síðu er hægt að stimpla inn nýtt tölvupóstfang og smella á uppfæra.
|
Ef breyta á því tölvupóstfangi sem Regla sendir reikninga á fyrir áskrift, þarf að fara undir Stjórnun > Fyrirspurnir > Reikningar fyrir notkun kerfa. Efst á þeirri síðu er hægt að stimpla inn nýtt tölvupóstfang og smella á uppfæra. |
Til þess að geta framkvæmt þær aðgerðir sem sækja eða senda upplýsingar til banka Svo sem að sækja færslur af bankareikningi eða stofna kröfur við reikningagerð, þarf að koma á samskiptum við banka. Nokkur skref þarf að framkvæma til þess að tengja Reglu við banka
Hægt er að nálgast leiðbeiningar hér |
Áður en stofnaðar eru kröfur í kerfinu t.d. í sölukerfi reikningagerð þarf að stofna kröfuþjónustu í viðkomandi banka og skrá svo viðeigandi upplýsingar undir Sölukerfi>Stjórnun>Kröfur stillingar. Einnig þarf að vera búið að stofna skilgreiningu fyrir útsendar kröfur undir Sölukerfi>Stjórnun>Skilgreining útsendar kröfur.
Hægt er að nálgast upplýsingar hér |
Ef viðskiptamaður er ekki með íslenska kennitölu en land þarf að vera Ísland er hægt að skrá gervi kennitölu með því að hafa 2 fyrstu stafi 99 og svo einhverja 8 tölustafi þar fyrir aftan. |
Ef sækja þarf frumrit reiknings á ný þarf að fara undir Sölukerfi > Stjórnun > Endurvekja frumrit reiknings. Þegar þangað er komið þarf að stimpla inn númer reiknings og smella á Finna reikning. Þar birtast næst upplýsingar um reikninginn ásamt takkanum Endurvekja frumrit. |
Ef kreditfæra á reikning sem þegar hefur verið skráður í Reglu er hægt að velja þann reikning úr reikningalista.
Hægt er að finna reikningalista með því að fara undir Sölukerfi > Skráning og viðhald > Reikningar og smella þar á flipann merktann Reikningalisti.
Þegar réttur reikningur er fundinn er hægt að velja hann með því að smella á merkið í fyrsta dálki á reikningslínunni. Eftir að búið er að velja reikninginn er valmöguleiki í boði að kreditfæra þann reikning.
Ef stofna á nýjan kreditreikning sem ekki hefur verið skráður í Reglu áður þarf að skrá reikning þar sem magn á vörulínu er skráð í mínus tölum. |